Thursday, July 4, 2013

Juju Jelly æði.

Gúmmí skórnir frá Juju Jellys hafa verið að slá í gegn meðal kvenna hérna á klakanum. Þeir komu fyrst á markað í Bretlandi árið 1986 og eru framleiddir í Northampton, "skóhöfuðborgin af Bretlandi". Þeir eru búnir til úr sérstöku gúmmíi sem fellur vel að fótunum en ekki plasti einsog margir halda. Ég er rosalega hrifin af þessum skóm og á þrjú pör sjálf. Ég er með einstaklega viðkvæma fætur en get verið í þessum skóm þótt ég sé með bullandi hælsæri eða opin sár á fótum, sem er mjög oft. Þessir vennilegu kosta 2995 kr.- í vinnunni hjá mér í Focus en svo er önnur týpa sem kostar 3995kr.-Þessir skór eru algjör fjárfesting og ég mæli eindregið með þeim. 






No comments:

Post a Comment